Skilmálar Amazing Westfjords

ALMENNT

Þessir skilmálar eiga við þegar ferðir eru keyptar í gegnum heimasíðuna www.amazing-westfjords.is, sem rekin er af Amazing Westfjords (héreftir A-W). Í skilmálunum koma fram réttindi og skyldur A-W sem og kaupanda þjónustunnar. Öll samskipti varðandi bókanir, breytingar eða afbókanir skal senda á info@amazing-westfjords.is.

PANTANIR Á NETINU

Viðskiptavinir geta bókað ferðir með A-W á heimasíðunni www.amazing-westfjords.is. Við bókun er staðfesting og tilvísun send á það tölvupóstfang sem tiltekið er í bókunarferlinu, þar sem fram kemur dagsetning og tími. Þegar greiðsla hefur farið fram er kvittun um inneign send á það tölvupóstfang sem tiltekið er í bókunarferlinu.

VERÐ

Öll verð á heimasíðu okkar eru í íslenskum krónum og eru með vsk. Verð eru byggð á núgildandi verðum á Íslandi og A-W áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara, til að mynda í tilviki gengisbreytinga, skattlagningar eða annarrar kostnaðarhækkunar sem A-W ber ekki ábyrgð á. Verðbreytingar verða ekki gerðar með minna en fjögurra vikna fyrirvara áætlaðrar ferðar.

AFBÓKANIR EÐA BREYTINGAR Á BÓKUN

Sjá nánar undir Ferðaskilmálar.

PERSÓNUVERND OG ÖRYGGI

Allar kortafærslur eru framkvæmdar af Dalpay (www.dalpay.is) og er gætt af þeim. Dalpay Retail er endursöluaðili fyrir A-W og á kvittunum fyrir kortafærslur mun standa dalpay.is +354 412 2600. Upplýsingum um viðskiptavini er ekki deilt með þriðja aðila.

BROTTFARIR

Allar ferðir hefjast og enda við Mávagarðsbryggjuna á Ísafirði. Brottfarartími kemur fram í staðfestingartölvupósti eða á kvittun. Vinsamlegast verið mætt 20 mínútum fyrir áætlaða brottför þegar aðgangur er veittur að skipinu. Það er ábyrgð kaupanda að mæta tímanlega til að eiga ekki á hættu að missa af ferðinni.

VEÐUR OG AÐSTÆÐUR Á SJÓ

Allar ferðir eru háðar veðri og mögulegt er að ferðum sé aflýst með stuttum fyrirvara. Þetta er gert með hag og öryggi farþega að leiðarljósi. Í þeim tilvikum þegar aflýsa þarf ferð vegna veðurs verða allir miðar endurgreiddir að fullu.

Einnig er mögulegt að gerðar verði breytingar vegna framboðs á ferðum. A-W mælir með að allir farþegar taki með sér hlý og vatnsheld föt og skó í ferðirnar. Það getur orðið kalt og blautt á sjó, jafnvel um mitt sumar.

ÁBYRGÐ

Allar ferðir A-W eru um villta náttúru og fyrirtækið áskilur sér rétt til að breyta ferðum og tímaætlun, eða breyta og aflýsa ferðum ef nauðsyn krefur, til dæmis ef veðurskilyrði eru óhagstæð. Tímalengd ferðanna getur verið breytileg eftir aðstæðum á sjó. Allar aðgerðir eru á ábyrgð kaupanda og þeir verða að bera fulla ábyrgð á eigin öryggi. Allar aðgerðir utandyra geta falið í sér áhættu og A-W tekur ekki að sér neina ábyrgð á slysum sem farþegar valda eða hægt er að rekja til aðgerða farþegar eða annarra þátta sem eru utan mannlegrar stjórnar. A-W eða starfsfólk fyrirtækisins tekur ekki neina ábyrgð á skemmdum á eigum farþega á meðan þeir eru um borð í skipinu. Með kaupum á farmiða samþykkir kaupandi þessa skilmála, staðfestir skilning á merkingu þeirra og samþykkir ábyrgð fyrir eigin þátttöku í ferðum okkar.

TENGILIÐAUPPLÝSINGAR

Það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðuna okkar, www.amazing-westfjords.is, eða með því að senda okkur tölvupóst á info@amazing-westfjords.is. Þá er líka hægt að finna okkur á Facebook og TripAdvisor.