Sjóstangveiði

Sigling um borð í Straum ÍS er einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlega náttúrufegurð Ísafjarðardjúps. Djúpið býður upp á fjölskrúðugt dýralíf og langa og merkilega sögu sem við deilum gjarnan með ykkur á meðan á ferðinni stendur.

Djúpið er draumur alltra sjóstangaveiðimanna. Hér er mikil og góð veiði og geta veiðimenn átt von á að fá þork, karfa og ufsa.

Ísafjarðardjúp getur einnig verið skjólsælt og þar er ávallt hægt að finna skjól þótt það blási hressilega úti fyrir.

Eins og allir vita er íslenska sumarið algjörlega óútreiknanlegt og ekki hægt að treysta því að hvorki rigni eða blási kröftuglega. Þess vegna mælum við með að allir farþegar klæði sig eftir veðri og mæti með húfu, vettlinga og vatns og vind-helda yfirhöfn ef þess er þörf.

Amazing Westfjords áskilur sér rétt til að aflýsa ferðum ef færri en 2 farþegar hafa keypt miða, allt að 15 mín. fyrir brottför. Ef til þess kemur mun andvirði allra miða vera endurgreitt. Þá er einnig gegn hógværu aukagjaldi hægt að sérsníða ferð að hverjum hóp, til dæmis með samblandi af veiðiferð og hvalaskoðun um Ísafjarðardjúp eða bátsferð og gönguferð um okkar fallega bæ eða nálæg svæði.

Lengd ferðar: 3 tímar

Fyrir bókanir og nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við info@amazing-westfjords.is.

Fyrirvari:
Vegna þæginda og öryggis farþegar áskiljum við okkur rétt til að breyta áætlun eða aflýsa ferðum ef veðurskilyrði er ekki ákjósanleg. Vinsamlegast athugið að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara. Ef til þessa kemur munum við hafa samband við ykkur með upplýsingar um nýja tímasetningu eða endurgreiðum miðaverð að fullu.