Sérferðir

Amazing Westfjords er að auka við flotann og þjónustuframboð sitt. Núna ætlum við að bæta við sérferðum eftir pöntun með Rostung ÍS sem er 5,4 sml Sóma-bátur. Við getum tekið 7 farþega í lengri eða skemmri ferðir með vönum skipstjóra, hvort sem er ferðir yfir í Jökulfirði eða Hornstrandir, eða á sjóstöng út á djúpið. Til að panta ferðir, óska eftir tilboði í ferðir eða fá nánari upplýsingar um ferðirnar getið þið sent okkur línu á info@amazing-westfjords.is