Hvalirnir


Hnúfubakur

Hnúfubakurinn kemur að ströndum Íslands eftir að hafa eytt sumrum í heitari sjó við Mexíkóflóa og í Karabíska hafinu þar sem þeir fjölga sér. Það er áætlað að um 1500 til 1800 einstakir hvalir verji sumrum sínum við Ísland þar sem þeir nærast meðal annars á loðnu, síld og rækju.

Hnúfubakurinn er auðþekktur á gríðarstórum bægslum sem geta verið á við þriðjung af lengd hvalsins, en einnig vextinum á kjálkunum og svo vitanlega hnúfnum sem hann er kenndur við.

Karldýrin eru venjulega um 15-17 metrar á lengd en kvenndýrin um 12-15 metrar. Mesta þynd dýranna er um 40 tonn en almennt eru þeir um 25-30 tonn. Þeir geta lifað upp undir 80 ár.

Það mætti halda að hnúfubakar kynnu vel við athyglina sem þeir fá þegar þeir velta sér um og leika sér í sjónum, veifandi bægslum og sporði. Þegar hnúfubakurinn er að fara að kafa lyftir hann alltaf sporðinum, þar sem hann sýnir svart-hvíta merkið sem er einkennandi fyrir hvert dýr. Hvalirnir eru líka þekktir fyrir söng sinn, en ástæða söngsins er ekki þekkt, hvort þeir séu að leita að maka eða bara að tala saman, en það er samt merkilegt að heyra.Hrefnur

Venjulega er talað um hrefnur sem eina tegund en í raun eru þar alla vega tvær mismunandi tegundrir. Það er annars vegar suðurskautshrefna og hins vegar hin almenna hrefna. Síðan er hægt að skipta þessum tveimur tegundum upp í enn fleiri tegundir og undir-tegundir. Hin hefðbundna hrefna hefur til dæmis tvær undir-tegundir, Norður-Atlantshafs og Norður-Kyrrahafsafbrigðin. Tegundir í norðri og suðri blandast ekki saman og er hægt að þekkja í sundur af hvítum röndum sem hrefnur úr norðri bera á hvoru bægsli á meðan hrefnur úr suðri hafa svört bægsli.

Það er talið að um 60 þúsund hrefnur séu við strendur Íslands.

Hrefnurnar eru næstminnstar skíðishvala en meðallengd karldýra er um 7 metrar á meðan kvenndýrin eru 7,5 metrar. Dýrin er um 6 til 9 tonn á þyngd.

Hrefnurnar geta kafað í um 20 mínútur en eru venjulega í kafi í 2 til 5 mínútur. Áður en þær kafa í lengri tíma fetta þær venjulega bak sitt þannig að tekið sé eftir. Hrefnur eru forvitin dýr og koma oft nálægt skipum til að sjá þau betur ásamt skrítna fólkinu um borð. Matarræði hrefnanna er fjölbreytilegt en þær nærast meðal annars á smásílum og loðnu og allt upp í stærri fisk eins og þork.