Lundinn


Lundinn

Lundinn er einn algengasti fuglinn á Íslandi. Árið 2009 er talið að stofninn hafi verið um 10 milljón fuglar. Síðan þá hefur þeim fækkað eitthvað, sérstaklega á sunnanverðu landinu þar sem ætið hefur verið minna. Það er áætlað að um 100 þúsund pör eigi sér hreiður við Ísafjaðardjúpið, þar af 35-40 þúsund hreiður í Vigur, en önnur í Æðey og í Borgarey.

Lundin er smár fugl, vegur um hálft kíló og er um 20 cm á hæð, getur kafað allt að 60 metra enn litlir vængir fuglsins gera köfun enn auðveldari. Á flugi getur lundinn náð 88 km/klst hraða með því að svefila vængjunum um 400 sinum á mínútu.

Lundinn er oft kallaður prófasturinn vegna svarta og hvíta litsins, en líka vegna uppréttrar stöðu hans. Lundinn gerir sér hreiður í göngum undir jarðveginum. Göngin eru oft nálægt björgum og eru 3-6 metra löng. Til að gera hreiðrin enn heimilislegri eru þau hlaðin grasi, lausfblöðum og fjöðrum. Kvennfuglinn verpir einu eggi og tekur það um 40 daga. Unginn ver síðan næstu 45 dögum í holunni áður en þeir treysta sér út á sjó þar sem þeir verja fyrstu 3-5 árum ævi sinnar.

Allir lundar verja vetrarmánuðum á sjó. Yngri fuglar eru alla jafna við suðvesturhorn landsins á meðan eldri fuglar ferðar til suðurstrandar Grænlands. Fuglarnir koma síðan aftur í nýlendur sínar seinni part apríl eða í byrjun maí. Lundar eru alla jafna með sama makann ár hvert og notast við sama hreiðrið til að verpa. Það er hægt að lesa meira um lundann á Wikipedia